4. - 8 júlí

8. júlí færsla

Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. Júlí kom að kveðjustund fjölskyldu Sigurgeirs og hélt hún til Ameríku þ.e. öll nema Unnur. Við komum saman eftir hádegi á 101 hótelinu við Hverfisgötu þar sem foreldrarnir höfðu dvalið í nærri þrjár vikur. Á neðstu hæðinni er ákaflega heimilislegt kaffihús sem hafði verið stofa þeirra hjóna á meðan á dvölinni hér stóð.

Saman komu auk fjölskyldunnar, Dúna systir  Hebu og Kristján Geir og Pétur Guðfinns ásamt okkur Siggu. Við sötruðum kaffisopa og te  þar til kom að  tilfinningaríkri stund – kveðjum. Sandra hafði  kvartað um í maganum um morguninn og við töldum hugsanlegt að það stafaði af þeirri spennu sem kveðjustundin skapaði enda talaði hún um að þetta tæki á.
En semsagt – örfá tár – mörg knús og góðar óskir og síðan var farið hver í sína áttina.
Við héldum um kvöldið á húsbílnum  til Þingvalla og gistum þar á tjaldstæðinu eina nótt. Veðurspáin var glimrandi  og fríið loksins byrjað.  Um kvöldið fórum við í góðan göngutúr um tjaldstæðið.  Helgin var taliðn ein mesta ferðahelgi ársins næst á eftir verslunarmannahelgi.  Sumarleyfi margra byrjar í júlí.  Víða er vandræði  vegna drykkju og þjóðgarðurinn auglýst grimmt að hann væri fjölskyldustaður og engin drykkja liðist þar. Við höfðum  samt áhyggjur af því að auglýsingarnar stæðust ekki. Okkur leyst þó vel á fólkið sem þar var – Unglingar höfðu greinilega ekki fjölmennt.  Um 11 leytið um kvöldið virtust allir lagstir til hvílu og fórum við snemma í háttinn og leystum nokkrar súdókur áður en Óli Lokbrá tók völdin.

5. júlí fórum við yfir heiðina til Laugarvatns. Afgreiddum þau atriði sem tilheyra húsbílnum, - vatn og salernismál og fórum í heimsókn til Helgu og Jóhanns (Helga er vinnufélagi Siggu) sem eiga hjólhýsi í hverfi slíkra húsa. Hús þeirra stendur fremst í byggðinni – nýlegt Hoby hjólhúsi  - mjög stórt sett upp á steyptar undirstöður. Pallur er við það og fortjald kyrfilega fest niður með nöglum í pallinn. Við sátum svolitla stund í fortjaldinu og sötruðum te og kaffi – röbbuðum saman og skoðuðum næsta nágrenni.

Þá fórum við til baka yfir heiðina . Við skoðuðum- laugarvatnshellinum og síðan héldum við að sumarbústaði vinarfólks okkar Óla og Iðunnar. Við höfum verið hér við bústaðinn síðan, Gengið á daginn m.a. upp á Miðfellið, sleikt sólskinið og eytt síðan kvöldum og  fram á nætur  við að spila kana.

Nú er morgun 8. júlí og ætlunin að fara á Selfoss að kaupa inn, ef til vill að skola af okkur í sundi þó við höfum  farið í sturtu í húsbílnum. Það er tilbreyting að þura ekki að spara hvern dropa.
Lífið er bæði gleði og sorg.  Bróðir Elínar tengdadóttur Nonna lést eftir erfiða sjúkdómslegu og fékk Nonni  að vita það í gær.  Sá bjó á Spáni og höfðum við hitt hann í heimsóknum hans hingað til lands og einnig dvaldi hann hjá Elínu meðan við vorum í New York  á síðasta ári.  Við söknum hans og samhryggjumst öllum sem hann syrgja nú.


Kæru vinir og ættingjar 
Við sendum ykkur okkar bestu óskir

Ykkar vinir og ættingjar

Nonni og Sigga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband