Miður maí

Um hvítasunnuhelgina fórum við akandi norður í land að vera viðstödd fermingu yngsta barns Leifs bróður Siggu - Það var Sigfús sem nú fermdist. Þegar elsta barn hans fermdist hún Anna, byrjaði Nonni þann sið að taka myndir og skila í bók. Þetta hefur þróast með bættri þjónustu bókagerða erlendis og verður bókin í ár vonandi eins útlítandi og ljósmyndabók úr búð. Nonni halar niður forriti frá bókagerðinni - þar setur hann upp bókina, raðar myndum á blaðsíðurnar og ritar texta. Síðan sendir hann allt saman tilbúið og fær bókina til baka í pósti. Hann hefur ekki skipt áður við þá bókagerð sem hann valdi nú og verður spennandi að vita hvernig útkoman verður.

Þegar við komum Norður var snjókoma alveg niður í byggð og sást vart út úr augum. Hálka á heiðum. Það hlýnaði og var þokkalegast veður meðan við dvöldum fyrir norða. Daginn sem við fórum heim var kominn 16 stig um morguninn og átti eftir að hlýna yfir daginn. Ágætalega afslappað að koma norður. Við skoðuðum þær breytingar sem bræður Siggu og faðir höfðu gert á húsi foreldra hennar vegna minnkaðar hreyfigetu móður hennar (Hermínu) Gólf hafði verið jafnað (það var lægra í þvottahúsi þar sem venjulega er gengið inn í húsið) og einu herberginu á 1. hæð var breytt í baðherbergi svo ekki þyrfti að fara á milli hæða. Þetta var allt frábært. Mjög skemmtileg breyting.

 Sigga mákona Siggu var með okkur heim.

Raku - Herborg 2008

Í gær laugardag fórum við austur fyrir fjall á Stokkseyri og skoðuðum þar sýningu Herborgar fyrri konu Nonna. Hún ætlar að vera með amerískt Rakú um helgar milli 2 og 4 fyrir utan gamla frystihúsið sem nú er listamiðstöð. Hér eru myndir af því upplifelsi. Nú í dag (sunnudag) förum við til Grindavíkur, göngum á Þorbjörn, förum í Bláa Lónið og borðum þar á eftir - allt með hópi vina okkar.

 Jæja elsku vinir og ættingjar.

 

Hafið þið það alltaf gott og fyrirgefið hvað sjaldan við látum vita af okkur.

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannarlega eru miklar sveiflur í veðrinu á landinu bláa, en þá meta menn meira þá daga sem eru virkilega góðir. Þetta hefur allt verið skemmtilegt hjá ykkur, vonandi kemur myndabókin eins og til var ætlast.

Takk fyrir að láta vita af ykkur,

besti kveður frá Portúgal

Þórunn og Palli 

Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 632

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband